Sunnudaginn 9.nóvember, sem jafnframt er kristniboðsdagurinn, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Prestar eru Sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Jón Víðis töframaður sýnir töfrabrögð. Listasmiðjan Litróf sýnir atriði.
Yngstu börnin í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla hafa verið í heimsókn hjá okkur í vikunni í tilefni af 20.ára vígsluafmæli kirkjunnar
Sunnudaginn 9.nóvember, sem jafnframt er kristniboðsdagurinn, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Prestar eru Sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Jón Víðis töframaður sýnir töfrabrögð. Listasmiðjan Litróf sýnir atriði.
Yngstu börnin í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla hafa verið í heimsókn hjá okkur í vikunni í tilefni af 20.ára vígsluafmæli kirkjunnar og bjóðum við þau nú sérstaklega velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Börnin í 1. og 2. bekk teiknuðu sjálfsmyndir sem við munum hengja upp í kirkjunni og börnin í 3. bekk æfðu sérstakt vinalag til að flytja í við þetta tækifæri.
Eftir stundina verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur
Verið velkomin