Sunnudaginn 2.nóvember, allra heilagra messu, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl 11. Prestar eru sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Á allra heilagra messu er látinna minnst og er aðstandendum boðið að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina.
Sunnudaginn 2.nóvember, allra heilagra messu, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl 11. Prestar eru sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Á allra heilagra messu er látinna minnst og er aðstandendum boðið að kveikja á kertum í minningu látinna ástvina. Kór Fella-og Hólakirkju, undir stjórn Ásdísar Arnalds, leiðir almennan safnaðarsöng. Margrét Stefánsdóttir, sópran, syngur einsöng og Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma. Við förum í fjársjóðsleit, syngjum, heyrum biblíusögu dagsins og kirkjubrúðurnar koma í heimsókn. Öll börn fá límmiða í fjársjóðsbókina fyrir mætingu. Umsjón hafa Sigríður Rún, Ingvi Örn og Þórey Dögg.
Verið velkomin