Guðsþjónusta kl. 11 á boðunardegi Maríu. Hugleiðingarefni dagsins er frásagan er engillinn vitjar Maríu og tjáir henni að hún sé þunguð. Guðspjallið lýsir gleði hennar og um leið kvíða yfir því að hún ber barn undir belti, Jesús, Guðs son. En umfram allt fögnuð og tryggð við þann veruleika að hlýða Guði í trú og auðmýkt.
Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn og orgelleik Guðnýjar Einarsdóttur, kantors kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagaskóli á sama tíma.