Það verður metnaðarfullt og hefðbundið helgihald í kirkjunni um jól og áramót. Sjáið nánar með því að kíkja á „Áfram“ hér að neðan.
Fella- og Hólakirkja minnir á athafnir í kirkjunni yfir hátíðarnar og býður alla innilega velkomna til kirkju.
Þorláksmessa, 23. desember
Jólasöngur við kertaljós kl. 11 árdegis. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Sungnir verða jólasálmar og ritningarlestrar lesnir á milli. Verið innilega velkomin.
Aðfangadagskvöld, 24. desember.
Aftansöngur kl.18.
Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella-og Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar. Einsöngvarar eru Sólveig Samúelsdóttir og Ásdís Arnalds. Verið velkomin.
Miðnæturmessa kl.23:30.
Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Jón Hafsteinn Guðmundsson spilar á trompet, Sólveig Samúelsdóttir og Ásdís Arnaldsdóttir, söngkonur, syngja ásamt kór Fella- og Hólakirkju undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, kantors kirkjunnar.Verið velkomin.
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarmessa kl.14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar. Verið velkomin.
Annar jóladagur, 26. desember
Fjölskyldustund kl.14. M.a. verður verður sýnt fjölskylduleikritið Hvar er Stekkjastaur? Leikrit fyrir fólk á öllum aldri. Verið velkomin.
Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl.18. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Einsöngvarar María Guðjónsdóttir og Elfa Stefánsdóttir. Verið innilega velkomin.
Nýársdagur, 1. janúar 2008
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella-og Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar. Einsöngvari er Svafa Þórhallsdóttir. Verið innilega velkomin.