Það verður fjölbreytt helgihald í kirkjunni á sunnudaginn. Kíkið á!
Jólaskemmtun sunnudagaskólans kl.11. Gengið verður í kringum jólatréð og sungnir jólasöngvar. Hver veit nema að fjallabúar komi í heimsókn?
Verið innilega velkomin.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Guðsþjónusta kl.14. Hjörtur Pálsson, skáld og guðfræðingur prédikar. Sr. Guðmundur K. Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir,djákni þjóna fyrir altari. Eldri borgarar sjá um aðventuhelgileik. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona félagstarfsins í Gerðubergi les ritningarlestur. Gerðubergskórinn syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kára Friðrikssonar.
Verið velkomin.