Sunnudaginn 21. október, sem er 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður guðsþjónusta kl. 11.00. Í guðsþjónustunni verður ný þýðing Biblíunnar afhent söfnuðinum með viðhöfn. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir, félagar úr Kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma
Sunnudaginn 21. október, sem er 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð verður guðsþjónusta kl. 11.00. Í guðsþjónustunni verður ný þýðing Biblíunnar afhent söfnuðinum með viðhöfn. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir, félagar úr Kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng. Stundin verður helguð útgáfu nýju þýðingarinnar og sóknarbörn á öllum aldri lesa úr hinni nýju Biblíu.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma og er einnig tileinkaður Biblíunni. Það verður söngur og kirkjubrúðurnar kíkja í heimsókn að venju. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson.
Boðið er upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Útgáfudagur nýrrar biblíuþýðingar er föstudagurinn 19.október.