Jólastund kl 11.00 og guðsþjónusta fyrir aldraða kl. 14.00
Á 3.sunnudegi í aðventu, þann 17. desember, verður jólastund sunnudagaskólans kl. 11.00. Einnig verður guðsþjónusta kl 14.00 og er hún sérstaklega tileinkuð eldri borgurum.
Jólastund kl 11.00
Á 3.sunnudegi í aðventu, þann 17. desember, verður jólastund sunnudagaskólans kl. 11.00. Byrjað verður með helgistund í kirkjunni, þar sem börnin setja baukana fyrir hjálparstarfið á altarið. Síðan verður haldið inn í safnaðarheimilið og við dönsum í kringum jólatré og fáum jólasveina í heimsókn. Afmælisbörn desember mánaðar fá afmælisgjöf.
Guðsþjónusta kl 14.00
Guðsþjónustan verður sérstaklega tileinkuð eldri borgurum. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjóna fyrir altari. Sr. Bernharður Guðmundsson, fyrrverandi rektor í Skálholti, prédikar. Gerðubergskórinn syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Stjórnandi er Kári Friðriksson. Inga Bachmann syngur einsöng og Litli kórinn frá Neskirkju syngur. Eldri borgarar tendra 3. ljósið á aðventukransinum og lesa ritningalestra.
Boðið er upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.