Sunnudaginn 8.október, sem er 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Lenka Mátéová, kantor.
Sunnudaginn 8.október, sem er 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Lenka Mátéová, kantor. Guðspjallstexti dagsins er úr 14. kafla Lúkasarguðspjalls, versum 1-11.
Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Að venju verður mikill söngur og skemmtileg dagskrá. Eftir sunnudagaskóla, sem verður í styttra lagi, verður farið í ferðalag að Gullfoss og Geysi. Boðið er upp á samlokur eftir sunnudagaskólann áður en lagt er af stað frá kirkjunni kl.12.00. Kirkjan býður upp á ferðina en fólk er beðið um að taka með sér síðdegishressingu. Áætlað er að koma aftur heim í Fella- og Hólakirkju upp úr fjögur.
Ferðalagið er hluti af verkefninu Litróf sem hefur það markmið að styrkja og auka samskipti innfæddra Íslendinga og innflytjenda á Íslandi. Ef þið eigið nágranna eða þekkið fólk af erlendum uppruna sem þið teljið að hefðu gaman að þessari ferð viljum við biðja ykkur um að hjálpa okkur að auglýsa ferðina og hvetja það til að koma með okkur.