Þriðjudaginn 12.september hefjast aftur kyrrðarstundir í hádeginu á þriðjudögum og í beinu framhaldi af þeim er opið hús fyrir eldri borgara.
Þriðjudaginn 12.september hefjast aftur kyrrðarstundir í hádeginu á þriðjudögum og í beinu framhaldi af þeim er opið hús fyrir eldri borgara.
Í kyrrðarstundunum býður kirkjan rými til bænar og íhugunar þar sem við fáum að beina huga okkar til Guðs. Að lokinni kyrrðarstund er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni og Lenka Mátéová, kantor hafa umsjón með kyrrðarstundunum.
Eldri borgara starf Fella-og Hólakirkju er á þriðjudögum kl 13-16. Út er komin dagskrá haustmisserisins en hún er fjölbreytt og skemmtileg að vanda. Í opnu húsi er spilað og spjallað, fyrirlestrar, skemmtun,ferðalög og helgistund í kirkju. Alltaf er boðið upp á kaffi og meðlæti. Ef einhver á erfitt með að komast til kirkju býður kirkjan upp á akstur. Umsjón með eldri borgara starfinu hefur Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, en auk hennar taka kirkjuverðirnir, Kristín og Jóhanna virkan þátt í starfinu.
Verið velkomin