Sumarforsíða2025-02-19T15:33:29+00:00

Fjölskyldumessa 30. mars

Næsta sunnudag verður fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Ástu Guðrúnu og Pálínu Agnesi sem eru leiðtogar í sunnudagaskólanum. Meðhjálpari er Hákon Arnar, umsjónarmaður kirkjunnar. Eftir stundina verður boðið upp á hressingu. Fermingarbörn máta fermingarkyrtla eftir messuna.   Um kvöldið verður kvöldmessa í Breiðholtskirkju kl. 20:00.  

By |28. mars 2025 | 12:27|

Aðalsafnaðarfundur 2025

Sóknarnefnd Fella-og Hólasóknar boðar til aðalsafnaðarfundar miðvikudaginn 2. apríl kl. 17 í Fella-og Hólakirkju. Á dagskrá fundarins verða lögbundin aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál.  

By |24. mars 2025 | 12:47|

Kvöldmessa 16. mars

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Árni Þór Þórsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista.   Sunnudagaskólinn er um morguninn kl. 11:00 í umsjón Ástu Guðrúnar og Pálínu Agnesar. Alltaf stuð í sunnudagaskólanum.

By |14. mars 2025 | 13:57|

Skráning í æskulýðsstarf

Hér er hægt að skrá í æskulýðsstarf Fella- og Hólakirkju.

Skráning í Fermingarfræðslu

Hér er hægt að skrá sig í fermingarfræðslu og velja fermingardag.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Opnunartími

Kirkjan er opin þriðjudaga- fimmtudaga kl. 9-15 og föstudaga kl. 9 - 14. Á mánudögum eftir samkomulagi.

Sími: 557-3280

Kirkjudagur Dýrfirðinga sunnudaginn 9. mars.

5. mars 2025 | 15:29|Slökkt á athugasemdum við Kirkjudagur Dýrfirðinga sunnudaginn 9. mars.

Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kirkjukór Dýrfirðinga leiða safnaðarsönginn undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á vegum Dýrfirðingafélagsins.

Æskulýðsmessa í Seljakirkju

27. febrúar 2025 | 13:40|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsmessa í Seljakirkju

Næsta sunnudag verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00. Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður æskulýðsmessa í Seljakirkju kl. 18:00 sem söfnuðurnir í Breiðholti standa saman að. Sr. [...]

Biblíumatur og kvöldmessa 23. feb

20. febrúar 2025 | 13:58|Slökkt á athugasemdum við Biblíumatur og kvöldmessa 23. feb

Sunnudagurinn 23. febrúar er Biblíudagurinn. Það er sá dagur í kirkjuárinu sem er á sérstakan hátt tileinkaður Biblíunni. Þá verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Ragnhildur og Birgir leiða [...]

Go to Top